Hulda Þrastar og Hannes Höskulds handboltafólk Selfoss
{{brizy_dc_image_alt entityId=

1767050717_20251217_203724 (

Stuttu fyrir jól var handboltafólk Ungmennafélagsins Selfoss árið 2025 útnefnt í félagsheimilinu Tíbrá.

Þau sem hrepptu hnossið voru þau Hannes Höskuldsson og Hulda Dís Þrastardóttir. Hannes er fyrirliði meistaraflokks karla sem tryggði sér upp í Olísdeild karla í vor og hefur liðið náð í 9 stig það sem af er móti. Hannes er jafnframt markahæsti leikmaður liðsins með 102 mörk í 14 leikjum.

Hulda Dís er lykilmaður í meistaraflokki kvenna sem náði sínum besta árangri í Olísdeild kvenna í sögunni á síðasta tímabili þar sem liðið lenti í 4. sæti deildarinnar. Þá spilaði liðið í fyrsta skipti í Evrópukeppninni nú í haust þar sem þær spiluðu gegn gríska liðinu AEK Aþena. 

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 7
Scroll to Top