IMG_4832 (
Strákarnir í 4.flokki í Selfossi fæddir árið 2011 urðu í dag Norden Cup meistarar er liðið vann sænskaliðið, Kungalvs 30-21 í úrslitaleik mótsins. Selfoss varð þar með þriðja íslenska liðið til að vinna mótið en áður höfðu KA strákarnir fæddir 2012 og stelpurnar í KA/Þór fæddar árið 2012 unnu sína keppni. Selfoss sló út Stjörnuna í 8-liða úrslitum og unnu síðan sænska liðið Alingsås 34-22. Selfoss vann því alla sína leiki í úrslitakeppninni nokkuð sannfærandi en liðið vann einnig alla þrjá leiki sína í riðlakeppninni. Norden Cup er óopinbert norðurlandamót sem haldið er í Gautaborg á hverju ári þar sem lið frá Íslandi, Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi mætast innbyrðis. Venjan er að bestu íslensku lið landsins í sínum aldursflokki mæti á mótið en Ísland átti þónokkur lið á mótinu.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.