490430699_10212773497609167_8905573216732174009_n (
2. deild karla fór fjörlega af stað í haust og hefur spilast vel. Síðasti leikur fyrir jólafrí var 14. desember og fyrsti leikur á nýju ári verður 10. janúar. Vængir Júpíters, Mílan, Stjarnan 2, Þór Akureyri 2, Víðir í Garði, Hvíti Riddarinn 2, ÍR 2 og Víkingur 2 leika í deildinni þetta tímabilið. Víkingur 2 trónir á toppnum eftir 6 leiki. Hafa þeir unnið alla sína leiki og eru með markatöluna 22 í plús. Hér að neðan má sjá 10 markahæstu leikmenn 2. deildar það sem af er móti.
1. Orfeus Andreou. Víðir - 49 mörk
2. Ingi Hrafn Sigurðsson. Hvíti Riddarinn 2 - 45 mörk
3. Gunnar Flosi Grétarsson. Mílan - 34 mörk
4. Brynjar Jökull Guðmundsson. Víkingur 2 - 33 mörk
5. Jóhann Gunnarsson. Þór 2 - 33 mörk
6. Arnviður Bragi Pálmason. Þór 2 - 33 mörk
7. Kornel Dziedzic. Víðir - 33 mörk
8. Dagur Logi Sigurðsson. Stjarnan 2 - 32 mörk
9. Stefán Orri Stefánsson. Stjarnan 2 - 32 mörk
10. Matthías Ingi Magnússon. ÍR 2 - 31 mörk
Áætlað er að 2. deildin fari aftur af stað laugardaginn 10. janúar með leik Þór Akureyri og Víðismanna í Íþróttahöllinni á Akureyri.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.