Áhrifamestu leikmenn innan kvenna handboltans
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Katrine Lunde (JOHN THYS / AFP)

Leikmenn yngri landsliða kvenna sem léku á Evrópumótum í sumar voru spurðar að því hvaða leikmenn væru áhrifamestu leikmennirnir í alþjóðlegum kvenna handbolta um þessar mundir.

Þrjár af þeim fimm sem oftast voru nefndar eru liðsfélagar í norska kvennalandsliðinu sem varð heimsmeistarar í desember eftir sigur á Þýskalandi í úrslitaleik sem haldin var í Rotterdam í Hollandi. Auk þess var Stine Oftedal á listanum en hún hætti að leika með norska landsliðinu eftir sigur á Ólympíuleikunum í París 2024.

Leikmennirnir sem virðast vera áhrifamestu leikmennirnir í dag eru: Nora Mork, Stine Oftedal, Henny Reistad, Katrine Lunde frá Noregi auk Andrea Lekic frá Serbíu sem lagði handboltaskóna á hilluna í sumar eftir langan og farsælan feril.

Andrea Lekic lék rúmlega 120 landsleiki fyrir Serbíu og skoraði rúmlega 550 mörk, hún lék meðal annars í Slóveníu, Ungverjalandi, Norður-Makedóníu og Rúmeníu á ferlinum og hefur greinilega náð að heilla marga af efnilegustu leikmönnum Evrópu á sínum ferli.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 39
Scroll to Top