Elín Klara markahæst og í liði mánaðarins
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Elín Klara Þorkelsdóttir (FEDERICO GAMBARINI / AFP)

Elín Klara Þorkelsdóttir gekk í raðir Savehof í sænsku úrvalsdeildinni í sumar eftir að vera einn af bestu leikmönnum Olís-deildar kvenna undanfarin ár.

Segja mætti að hún hafi mætt með látum inn í sænsku úrvalsdeildina með liði sínu Savehof því þegar mótið er hálfnað er Elín Klara markahæsti leikmaður deildarinnar og var einnig valin í lið umferðarinnar í desember.

Auk þess er Savehof á toppi deildarinnar með 20 stig, stigi meira en Onnereds en Savehof á leik til góða. Savehof endaði í 2.sæti deildarinnar á síðustu leiktíð eftir að hafa orðið sænskur meistari þrjú tímabil í röð á undan.

Elín Klara hefur skorað 75 mörk í fyrstu ellefu leikjum tímabilsins en Sarah Carlström leikmaður Kristianstad er næst með 74 mörk.

Gera má ráð fyrir því að Elín Klara skori nokkur mörk í næsta leik liðsins á morgun gegn Aranas sem er í fallsæti deildarinnar.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top