Ólafur Stefánsson heldur námskeið fyrir unglinga
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ólafur Stefánsson (RONNY HARTMANN / dpa Picture-Alliance via AFP)

Ólafur Stefánsson íþróttamaður ársins árin 2002, 2003, 2008 og 2009 hefur sett af stað skráningu á átta vikna námskeið sem ber heitið, Afreksmanneskjan.

Afreksmanneskjan er námskeið Afreksmanneskjunnar í samstarfi við Handboltaskóla Framtíðarinnar og er ætlað strákum og stelpum fædd á árunum 2007 - 2011 og er haldið í Garðabæ, átta sunnudaga í röð frá 8.febrúar á næsta ári.

Um er að ræða, vikulega hittinga 2x35mínútur með 10 mínútna hléi. Auk tveggja eins klukkutíma æfingu í sal með Ólafi Stefánssyni. Markmið námskeiðsins Afreksmanneskjan er að færa eldri hópi unglinga (late-adolescents), 14-19 ára, verkfæri sem nýtast þeim í þeirri miklu áskorun sem fylgir því að stunda samhliða bæði námið og íþróttir á þessum aldri.

Ólafur er fyrrum fyrirliði landsliðsins í handbolta og í dag þjálfari U-16 ára landsliðs Íslands. Hann er með mastercoach EHF þjálfaragráðu, mastersnemi í sálfræði, heimspekingi og leiðbeinanda í Nú-skólanum til fjölda ára.

,,Rannsóknir hafa sýnt að því lengur sem unglingar haldast í íþróttum samhliða námi þeim mun betur eru þau í stakk búin að takast á við lífið á fullorðinsárum. Notast verður við nýjustu hugmyndir og aðferðir sálfræðinnar sem og íþróttasálfræðinnar auk langrar reynslu Ólafs bæði sem leikmaður og þjálfari. Mesta áherslan verður á að byggja upp mótlætaþol. Það felst að mestu í að taka ábyrgð á athygli sinni, tilfinningum og hugsunum," segir í auglýsingunni um námskeiðið.

,,14-19 ára aldurinn er einn besti og um leið mikilvægasti aldurinn til að taka inn og þjálfa með sér slíka hugsun og venjur," segir ennfremur.

Skráning á námskeiðið fer fram hér auk ítarlegri upplýsinga um námskeiðið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 69
Scroll to Top