Gróttu stelpur jöfnuðu HK að stigum í baráttunni um efsta sætið
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þóra María Sigurjónsdóttir - WGrótta (Eyjólfur Garðarsson)

Í kvöld mættust FH og Grótta í Grill 66 deild kvenna og var leikið í Kaplakrika.

Gróttu stelpur byrjuðu betur og leiddu allan fyrri hálfleikinn. Voru þær mun betri frá upphafsflauti til lokaflauts í fyrri hálfleik. Var staðan 9-13 fyrir Gróttu í hálfleik.

Eftir 15 mínútur í seinni hálfleik var staðan 16-21. Eftir það hélst munurinn alltaf í 5-7 mörkum. Fór það svo að lokatölur leiksins urðu 21-27 fyrir Gróttu. Sanngjarn og öruggur sigur hjá Gróttu stelpum. Eru þær búnar að jafna HK að stigum í toppbaráttunni en hafa leikið einum leik meira en HK.

Hjá FH var Sonja Szöke með 12 varin skot. Eva Guðrúnardóttir Long var markahæst með 6 skot.

Hjá Gróttu var Andrea Gunnlaugsdóttir með 13 varin skot og skoraði hún einnig 3 mörk yfir allan völlinn. Ída Margrét Stefánsdóttir skoraði 10 mörk.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 21
Scroll to Top