Ítalía (Alessandro Tocco / NurPhoto via AFP)
Níu æfingaleikir fóru fram í dag í undirbúningi fyrir Evrópumeistaramótið í janúar. Ungverjaland sem leikur með Íslandi í riðli tók í dag á móti Rúmeníu, Ungverjar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru snemma komnir með sjö marka forskot. Liðin gengu til búningsherbergja þegar staðan var 16-11. Í seinni hálfleik reyndu Rúmenar að minnka muninn og gera leikinn spennandi, en þá settu Ungverjar sig í annan gír og keyrðu á þá. Lokatölur voru 33-23. Ísland mætti Slóvenum í fyrsta leik sínum á sterku æfingamóti í frakklandi. Ísland byrjaði af miklum krafti og voru miklu sterkari en Slóvenar í fyrri hálfleik þar sem staðan var 21-13. Í seinni hálfleik byrjuðu Slóvenar af miklum krafti en of mikill munur var á milli liðanna og endaði leikurinn 32-26. Frakkar tóku á móti Austurríkis mönnum í sama móti. Leikurinn var jafn og spennandi í fyrri hálfleik þar sem liðin skiptust á að skora, hálfleikstölur voru 18-16 frökkum í vil. Frakkar byrjuðu seinni hálfleikinn af krafti og komust snemma í fjögurra marka mun. Austurríkis menn reyndu að minnka muninn en tíminn var of naumur og urðu lokatölur 34-29. Færeyjar og Ítalía mættust í Þórshöfn fyrr í kvöld. Færeyjar voru sterkari framan af fyrri hluta fyrri hálfleiksins en Ítalir náðu að minnka muninn fyrir hálfleik þar sem staðan var 19-17. Seinni hálfleikur þróaðist að mestu leiti eins og lok fyrri hálfleiks, leikurinn var í tveggja marka forskoti Færeyjum í vil en þegar Ítalir tóku yfirhöndina þegar 7 mínútur eftir og lokuðu sigrinum á 34-36. Úrslit dagsins: Íran - Portúgal 20-41
Úkraína - Norður Makedónía 26-31
Svartfjallaland - Bosnía 36-25
Ísland - Slóvenía 32-26
Ungverjaland - Rúmenía 33-23
Slóvakía - Túnis 35-30
Færeyjar - Ítalía 34-36
Sviss - Bahrain 33-30
Frakkland - Austurríki 34-29

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.