Öruggur sigur hjá strákunum okkar á Slóveníu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Orri Freyr átti frábæran leik í kvöld (Sævar Jónasson)

Strákarnir okkar mættu Slóveníu á æfingamóti í Frakklandi í kvöld og unnu öruggan 32-26 sigur.

Íslenska liðið tók strax frumkvæðið og voru fljótt komnir með fimm marka forskot 11-6 og juku forskotið í fyrri hálfleik en staðan eftir 30 mínútur var 21-13.

Þrátt fyrir að Slóvenunum hafi tekist að minnka muninn á tíma í síðari hálfleiknum var sigurinn aldrei í hættu og þrátt fyrir að marga lykilmenn hafi vantað í lið Slóvena gefur leikurinn góð fyrirheit fyrir EM sem hefst eftir viku.

Orri Freyr Þorkelsson var markahæstur í íslenska liðinu með 8 mörk. Gísli Þorgeir Kristjánsson kom næstur með 5 mörk. Elliði Snær Viðarsson og Ómar Ingi Magnússon skoruðu 4 mörk hvor. Janus Daði Smárason skoraði 3. Bjarki Már Elísson, Arnar Freyr Arnarsson og Elvar Örn Jónsson skoruðu 2 hver og Teitur Einarsson skoraði 1 mark.

Viktor Gísli Hallgrímsson stóð í markinu allan tímann og varði 15 bolti, þar af 2 vítaköst og var með 37% hlutfallsmarkvörslu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 14
Scroll to Top