ÍBV vann Hauka í Eyjum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sandra Erlingsdóttir - wÍBV (Sævar Jónasson)

ÍBV og Haukar mættust í loka leik dagsins í 12.umferð Olís deildar kvenna. ÍBV tók yfir leikinn fljótlega í fyrri hálfleik og fóru með þriggja marka forskot inn í hálfleikinn, staðan í hálfleik var 13-10

Eyjastúlkur héldu uppteknum hætti í þeim síðari og hleyptu þær Haukastúlkum aldrei inn í leik og unnu að lokum þriggja marka sigur, 23-20 og heldur ÍBV vel í topplið Vals.

Sandra Erlingsdóttir fór á kostum í liði ÍBV og skoraði ellefu mörk. Birna Berg Haraldsdóttir kom á eftir Söndru með sjö mörk.

Atkvæðamestar hjá Haukum voru Jóhanna Margrét Sigurðardóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir  og Sonja Lind Sigsteinsdóttir en þær voru allar með fjögur mörk í dag.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 21
Scroll to Top