Sara Dögg Hjaltadóttir (Sævar Jónasson)
KA/Þór og ÍR mættust á Akureyri í 12.umferð Olís deildar kvennar í leik sem var að ljúka. KA/Þór var með völdin í fyrri hálfleik og var staðan 13-9 í hálflelik. Seinni hálfleikurinn var jafnari og náði ÍR að gera leikinn spennandi undir lokin en KA/Þór náði að halda út og vann leikinn 23-21. Susanne Denise Pettersen skoraði sex mörk í liði KA/Þór í dag. Tinna Valgerður Gíslasdóttir kom á eftir Susanne en hún skoraði fimm mörk. Sara Dögg Hjaltadóttir var markahæst í liði gestanna með 6.mörk. Vaka Líf Kristinsdóttir kom á eftir Söru með fimm mörk.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.