Viktor Rhodin (
Sænski handknattleiksmaðurinn Viktor Rhodin er látinn aðeins 31 árs að aldri eftir að hafa háð harða rimmu við krabbamein. Rhodin lék með Sävehof, Önnered og svo Aranäs í Svíþjóð. Hann var leikmaður Önnered þegar hann greindist fyrst með krabbamein í heila fyrir rúmum sex árum. Rhodin gekkst svo undir aðgerð vegna krabbameinsins og náði heilsu á nýjan leik og safnaði þreki og þrótti til að snúa aftur á handboltavöllinn. Hann æfði með hjálm á höfðinu en var bannað að nota hann í leikjum og spilaði því án hans.
Vorið 2024 kom í ljós að krabbameinið hafði snúið aftur og hrakaði heilsu hans hratt. Hann lést svo á þrettándanum þann 6. janúar síðastliðinn.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.