Laufey Helga Óskarsdóttir (Eyjólfur Garðarsson)
HK kom sér aftur á topp Grill66-deildar kvenna í kvöld með níu marka sigri á Val 2 í N1-höllinni á Hlíðarenda, 20-29 eftir að staðan hafi verið 10-16 HK í vil í hálfleik. HK og Grótta voru jöfn að stigum fyrir leikinn í kvöld á toppi deildarinnar en með sigrinum situr HK nú einar á toppi deildarinnar. Tinna Ósk Gunnarsdóttir var markahæst í liði HK með sex mörk og Jóhanna Lind Jónasdóttir skoraði fimm mörk. Danijela Sara Björnsdóttir varði 14 skot í marki HK og Tanja Glóey Þrastardóttir tvö. Hjá Val 2 var Guðrún Hekla Traustadóttir markahæst með sjö mörk, Laufey Helga Óskarsdóttir skoraði þrjú og aðrar minna. Elísabet Millý Elíasardóttir varði átta skot og Iðunn Erla Mýrdal Helgadóttir varði fjögur skot. Um var að ræða síðasta leikinn í 12.umferðinni en Valur 2 er í 6.sæti deildarinnar með átta stig, jafn mörg stig og Fjölnir og Fram 2. sem eru í 5.-7.sæti deildarinnar. Afturelding er á botni deildarinnar með stigi minna.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.