Segir lykilmenn Íslands vera flata persónuleika
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ómar Ingi og Viggó (Sævar Jónasson)

Einar Jónsson þjálfari Íslands- og bikarmeistara Fram var gestur Handkastsins í síðasta þætti þar sem haldið var áfram að hita upp fyrir Evrópumótið.

Þar var Einar Jónsson beðinn um að segja sína tilfinningu fyrir því að nú er íslenska landsliðið að fara á sitt fyrsta stórmót eftir að Aron Pálmarsson lagði handboltaskóna á hilluna. Það stóð ekki á svörum hjá Einari frekar en fyrri daginn.

,,Ég hef áhyggjur af því en það er auðvitað erfitt að hafa áhyggjur af því að vera ekki með einhvern leikmann sem er ekki að æfa handbolta. Það verður erfitt að fara á stórmót án hans. Það er það sem ég er að reyna segja, mér finnst vanta karaktera. Þetta er allt ofboðslega flottir strákar og rosalega góðir í handbolta en þeir eru allir eins.”

Einar Jónsson benti á að hann sjái fyrir sér að Bjarki Már Elísson verði ekki í því hlutverki í liðinu að spila 60 mínútur heldur miklu meira að rífa menn í gang inn í klefa, upp á hóteli og jafnvel inná liðsfundum.

,,Ég þekki ekkert þessa stráka rosalega vel en þessir gaurar, Ómar Ingi, Gísli, Haukur, Elvar allir þessir leikmenn, með fullri virðingu þeir eru frekar flatir persónuleikar. Menn eru mismunandi, ég hefði viljað hafa liðið öðruvísi samsett út frá karakterar en síðan er vesenið að ég veit ekki um þann mann sem á að vera þarna. En ég held að valið á Bjarka umfram Stiven hafi verið það að Bjarki er flottur karakter inn í svona hóp, hann er öðruvísi en hinir. Mér finnst vanta 1-2 svona í viðbót, einhvern skíthæl.”

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Post Views: 25
Scroll to Top