Langþráður sigur Fram
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Alfa Brá Hagalín ((Kristinn Steinn Traustason)

Fram tók á móti Stjörnunni í fyrsta leik 13.umferðar Olísdeildar kvenna í handknattleik í kvöld þegar liðin mættust í Úlfarsárdal.

Stjarnan byrjaði fyrstu mínútur leiksins betur og komst í 1-3 en þá tóku Fram við sér og breyttu stöðunni í 5-3. Natasja Hammer var allt í öllu hjá Stjörnunni í fyrri hálfleik og skoraði 8 af 14 mörkum Stjörnunnar en Fram leiddi 17-14 þegar flautað var til hálfleiks.

Fram byrjaði síðari hálfleikinn mun betur og voru komnar með 6 marka forskot þegar síðari hálfleikur var fimm mínútna gamall. Þær bættu jafnt og þétt í forskotið og þegar 10 mínútur voru til leiksloka voru þær komnar níu mörkum yfir og sigurinn í höfn.

Lokatölur leiksins urðu 36-30 og náðu Stjörnukonur aðeins að klóra í bakkann undir restina af leiknum.

Ásdís Guðmundsdóttir var frábær í liði Fram í kvöld og skoraði 10 mörk úr 11 tilraunum en hjá Stjörnunni var Natasja Hammer markahæst með 13 mörk.

Fram eru í 4.sæti deildinnar með 13 stig en Stjarnan er áfram í 7.sæti deildinnar með 5 stig.

Sjáðu stöðuna í deildinni.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top