
Bjarki Már Elísson (Johan Nilsson/TT / TT NEWS AGENCY / AFP)
Bjarki Már Elísson, skoraði fimm mörk í fyrradag en hann byrjaði á bekknum en fékk heilan hálfleik og nýtti Bjarki hann svo sannarlega vel og skoraði fimm úr fimm skotum. Ísland vann öruggan þrettán marka sigur á Ítalíu í gær. Bjarki var spurður hvort honum hafi langað þetta extra meira í gær heldur en vanalega. ,,Ég veit það nú ekki, mér langaði þetta mjög mikið og ég fann það sama síðast þegar ég kom inn í þessa höll, maður finnur orkuna í áhorfendum og þá er ekki hægt annað en að taka þátt í stemmingunni og fagna mörkunum og setja smá orku í þetta." Það hefur verið umræða um að Bjarki Már yrði þessi leiðtogi í liðinu sem sér um að rífa upp stemminguna og Bjarki segir að hann hafi ekki breytt neinu í sínu fari með liðinu. Ísland mætir Póllandi í dag. Hvernig horfir Bjarki í það einvígi? ,,Við horfðum ekkert á þá í gær. Horfðum á þá áðan en vissulega allt annar andstæðingur. Þeir eru stærri og þyngri og spila öðruvísi handbolta með spænskan þjálfara og eru í miklum spænskum stíl, fara í 7 á 6 en við erum byrjaðir að undirbúa þá núna." Viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
,,Ég hef alveg heyrt þetta en ég hef í rauninni ekki breytt neinu. Það var ástæða fyrir því að Ásgeir Örn kallaði mig gosa á sínum tíma, það er stutt í léttleikan og ég reyni bara halda því, við erum lið og erum mikið saman og það er stutt í að menn fái ógeð af hvorum öðrum og þá verður að vera stutt í léttleikan en jú kannski er aðeins meiri ábyrgð að stappa saman stálinu í hópinn."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.