EM í dag – Ótrúleg endurkoma Slóveníu
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Uros Zorman (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)

Sex leikir fóru fram á Evrópumótinu í Danmörku,Noregi og Svíþjóð. Strákarnir okkar unnu frábæran 31-23 sigur á Póllandi og Ungverjaland bíður strákanna okkar. Fimm aðrir leiir fóru fram á mótinu í dag.

Hinn leikurinn í okkar riðli fór fram núna í kvöld og var að ljúka. Ungverjaland vann Ítalíu 32-26 eftir spennandi fyrri hálfleik þar sem staðan var 14-13 í hálfleik fyrir Ungverjalandi en þá silgdu Ungverjarnir framúr í síðari hálfleik og lönduðu sex mark sigri og með þessum úrslitum er hreinn úrslitaleikur á þriðjudaginn milli Íslands og Ungverjalands um hvort liðið fer með tvö stig í milliriðil.

Tveir leikur voru spilaðir í B-riðlinum í dag og kvöld. Portúgal og Norður Makedónía skildu jöfn en leikurinn endaði 29-29 en Norður Makedónía náði að koma til baka eftir að Portúgalar voru yfir í hálfleik 15-13. Danmörk mætti Rúmeníu í leik sem var aldrei spurning fyrir Danina en lokatölur 24-39 fyrir Danmörku. Rúmenía er úr leik í þessum B riðli og þá á Norður Makedónía möguleika en þeir eru veikir.

í D-riðli voru einnig spilaðir tveir leikir. Færeyjar unnu öruggan sigur á Svartfjallalandi 37-24 en það var aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi detta. Staðan í hálfleik var 12-19 fyrir Færeyjum. Slóvenía vann þá ótrúlegan endurkomusigur á Sviss sem 20-14 yfir í hálfleik. Slóvenía átti frábæran síðari hálfleik og kom til baka og vann Slóvenía að lokum 38-35. Svartfjallaland er úr leik í þessum riðli en Sviss á enþá möguleika að komast í milliriðil.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top