Uros Borzas (Adrian Goldberg / AFP)
Serbía vann óvæntan sigur á Þjóðverjum í 2.umferð riðlakeppni Evrópumótsins í gær. Serbía vann þriggja marka sigur 30-27 eftir að Þjóðverjar hafi verið 17-13 yfir í hálfleik. Serbar voru hinsvegar miklu sterkari aðilinn í seinni hálfleik og afdrifarík mistök Alfreðs Gíslasonar undir lok leiks er hann tók leikhlé í þann mund sem Þjóðverjar voru að jafna leikinn í stöðunni 26-25 hafði einnig töluverð áhrif. Sigur Serba vakti miklar tilfinningar meðal serbnesku leikmannanna í viðtölum eftir frækinn sigur. ,,Þetta er ótrúlegt. Við spiluðum sem lið, gáfum okkur 100 prósent í þetta og gripum tækifærið. Þetta er geðveikt," sagði vinstri skyttan Uroš Borzaš við TV 2 Sport eftir leikinn. Dejan Milosavljev markvörður Füchse Berlin, var einnig hrifinn af frammistöðu liðsins. Dejan var með 11 varða bolta í leiknum, eða 30% markvörslu. ,,Þýskaland er í baráttunni um verðlaun á þessu móti og við spiluðum frábæran leik gegn þeim,“ sagði Milosavljev og bætti við að aginn í liðinu hafi meðal annars skilað þeim sigrinum. Það ræðst allt í lokaumferð riðilsins á mánudaginn, þegar Þýskaland mætir Spáni og Serbía mætir Austurríki hvaða lið fara áfram upp úr riðlinum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.