Strákarnir okkar með annan góðan sigur
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ísland (Johan NILSSON /AFP)

Ísland og Pólland mættust í Kristianstad í leik sem var að ljúka. Líkt og í fyrsta leiknum gegn Ítalíu var mjög jafnt á liðunum til að byrja með en eftir tuttugu mínútna leik var staðan 8-8 en um það leyti kom Haukur Þrastarson inn á en það má segja að innkoma hans hafi breytt leiknum. Hann átti flotta innkomu og liðið bætti í, náði þriggja marka forystu sem það tók með sér inn í hálfleikinn, staðan í hálfleik 13-10.

Í síðari hálfleik var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi lenda því Ísland var fljótt að stækka muninn og Pólverjar voru búnir með leikhléin eftir átta mínútna leik í síðari hálfleiknum þegar Ísland var komið með átta marka forskot. Forskotið fór mest í tíu mörk en Pólverjar minnkuðu muninn í lokin og endaði leikurinn með átta marka sigri, 31-23.

Atkvæðamestir í liði Íslands í dag voru Orri Freyr Þorkelsson með sex mörk á meðan Ómar Ingi, Haukur og Elliði skoruðu allir fimm mörk. Viktor Gísli var í markinu meiri hluta leiksins og varði sjö skot eða 28% markvarsla á meðan Björgvin Páll varði eitt skot eða 20% markvarsla.

Handkastið er í Kristianstad og er umfjöllun væntanleg í hlaðvarpsformi. Næsti leikur Íslands er á þriðjudaginn þegar strákarnir okkar mæta Ungverjalandi og hefst leikurinn klukkan 19:30.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top