Viktor Gísli - Einar Þorsteinn - Þorsteinn Leó (Sævar Jónasson)
Einar Þorsteinn Ólafsson hefur verið veikur í fyrstu tveimur leikjum Íslands í riðlakeppni Evrópumótsins. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands segir að hann sé allur að koma til en á eftir að koma í ljós hvort hann standi til boða í hópsvali Snorra fyrir leikinn gegn Ungverjalandi á morgun. ,,Hann er allur að braggast og er komin á lappir. Við ákváðum að halda honum frá æfingunni í dag, hann lyfti sjálfur og æfir sjálfur í dag og þá mundi ég halda að hann væri leikfær á morgun eða allaveganna standi mér til boða en við eigum eftir að taka betur stöðuna þegar líður á kvöldið hvað það varðar." Ísland mætir Ungverjalandi í loka leik riðakeppnarinnar og er mikið undir en sigur hjá strákunum okkar fer með tvö stig inn í milliriðil. Leikurinn hefst klukkan 17:00 í Kristianstad.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.