
Dagur Sigurðsson (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)
Fyrri þrír leikir dagsins fóru fram á EM í dag. Austurríki vann Serbíu með einu marki í lokaleik liðanna í A riðli, lokatölur 26-25. Austurríki hefði þurft að vinna leikinn með að minnsta kosti þremur mörkum til þess að komast í milliriðil og eru þeir því dottnir úr keppni. Serbar eiga ennþá möguleika á að komast í milliriðil en þurfa að treysta á sigur Spánverja gegn Þjóðverjum í kvöld til þess að komast áfram. Í C riðli mætti Tékkland Úkraínu en bæði lið voru dottinn úr keppni fyrir leik. Tékkland vann níu marka sigur, lokatölur 38-29. Úkraína endar með þessu tapi með -46 í markatölu. Frakkland á síðan leik við Noreg í kvöld, bæði lið eru komin áfram og munu liðin taka stigin úr þessum leik með sér í milliriðil. Má því sega að um fyrsta leik fyrsta leik milliriðilsins sé að ræða. Dagur Sigurðsson og Staffa Olson tefldu er Króatía og Holland mættust í annari umferð E riðils. Króatía bar sigur úr bítum með sex marka sigri, lokatölur 29-35. Króatía hefur unnið báða leiki sína á EM hingað til og eru í góðri stöðu fyrir lokaumferðina þegar þeir mæta Svíum. Svíþjóð á síðan leik við Georgíu í kvöld.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.