Hilmar Guðlaugsson (HK)
Hilmar Guðlaugsson mun láta af störfum sem þjálfari kvennaliðs HK eftir tímabilið. Frá þessu greinir HK á samfélagsmiðlum sínum nú rétt í þessu. Hilmar Guðlaugsson hefur þjálfað kvennalið HK frá árinu 2023 en hann hefur ákveðið að láta staðar numið eftir að samningur hans við félagið rennur út eftir leiktíðina. HK er á toppi Grill66-deildarinnar með 24 stig, tveimur stigum meira en Grótta þegar átta umferðir eru eftir af tímabilinu. Ásamt því að þjálfa meistaraflokk kvenna gegndi Hilmar um tíma einnig stöðu yfirþjálfara yngri flokka hjá félaginu. ,,Hilmar hefur unnið ötullega að því að byggja upp ungt og öflugt lið í meistaraflokki kvenna með góðum árangri en sem stendur situr liðið í efsta sæti GRill66 deildarinnar. Hilmar er svo sannarlega með HK hjartað á réttum stað,” segir meðal annars í tilkynningunni frá HK.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.