
Ísland - Óðinn Þór Ríkharðsson - Viggó Kristjánsson (JOHAN NILSSON / TT News Agency via AFP)
Höllin er úrelt á samfélagsmiðlunum X benti á ótrúlega tölfræði tengda Snorra Steini Guðjónssyni landsliðsþjálfara Íslands en Ísland mætir Ungverjalandi í lokaleik sínum í riðlakeppni Evrópumótsins í annað kvöld klukkan 19:30 í Kristianstad. Bæði lið eruð komin áfram í milliriðla keppninnnar og er því um að ræða mikilvægan leik fyrir bæði lið varðandi framhaldið á mótinu en liðin taka stigin úr leiknum í kvöld með sér í milliriðil keppninnar. ,,Ísland er með næst besta vinningshlutfallið í keppnisleikjum sem farið hafa fram eftir Ólympíuleikana árið 2024. Einungis Danir, með 100% vinningshlutfall eru ofar en Ísland,” skrifar Höllin er úrelt á samfélagsmiðlunum X. Frá því að Ólympíuleikarnir í París fóru fram sumarið 2024 hefur Snorri Steinn stýrt Íslandi í 14 keppnisleikjum. Þrettán leikir hafa unnist og einn tapast, en það var tap gegn Króatíu á heimsmeistaramótinu í fyrra sem kostaði Ísland sæti í 8-liða úrslitum keppninnar. Keppnisleikir Íslands frá Ólympíuleikunum í París 2024: Ef við tökum þetta aðeins lengra aftur eða alveg frá því í janúar 2024 þá bætast við eftirfarandi leikir: Króatía - Ísland 30-35 (EM 2024)
Ísland - Bosnía 32-26
Georgía - Ísland 25-30
Ísland - Grænhöfðaeyjar 34-21 (HM 2025)
Ísland - Kúba 40-19 (HM 2025)
Slóvenía - Ísland 18-23 (HM 2025)
Egyptaland - Ísland 24-27 (HM 2025)
Króatía - Ísland 32-26 (HM 2025)
Ísland - Argentína 30-21 (HM 2025)
Grikkland - Ísland 25-34
Ísland - Grikkland 33-21
Bosnía - Ísland 25-34
Ísland - Georgía 33-21
Ísland - Ítalía 39-26 (EM 2026)
Pólland - Ísland 23-31 (EM 2026)
ísland - Ungverjaland ?-? (EM 2026)
Eistland - Ísland 24-37
Ísland - Eistland 50-25
Austurríki - Ísland 24-26 (EM 2024)
Þar á undan komu tvö töp gegn Frakklandi og Þýskalandi á EM 2024 sem höfðu þau áhrif að Ísland komst ekki í undanúrslit keppninnar og spilaði ekki um 5.sætið á því móti.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.