Ísland (Johan Nilsson/TT / AFP)
Íslenskur stuðningsmaður karlalandsliðsins í handbolta var handtekinn í Kristianstad, í Svíþjóð en það er RÚV sem greinir fyrst frá þessu. Utanríkisráðuneytið staðfestir, í samtali við fréttastofu að eitt mál hafi komið á borð borgaraþjónustunnar í tengslum við yfirstandandi Evrópumót í handbolta. Ástæða handtökunnar liggur ekki fyrir. Fjöldi Íslendinga eru í Svíþjóð að styðja á bakið á strákunum okkar.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.