Snorri Steinn Guðjónsson (Johan Nilsson/TT / various sources / AFP)
Ísland og Ungverjaland mætast í stærsta leik okkar stráka til þessa en sigur á morgun og Ísland tekur með sér tvö stig inn í milliriðil. Snorri Steinn Guðjónsson, landsliðsþjálfari Íslands ræddi við Handkastið eftir æfingu liðsins í dag. ,,Hver leikur hefur bara sitt líf en að einhverju leiti eru Pólverjar og Ungverjar áþekkir og þau hafa þessa blöndu af leikmönnum sem geta skotið fyrir utan, stór og þunga línumenn og eru líka með maður á mann gaura en ætli Ungverjaland séu ekki einu gæðaflokki fyrir ofan allaveganna og ég á bara von á mjög erfiðum leik." Snorri Steinn Guðjónsson var virkilega ánægður með varnarleik liðsins í gær gegn Póllandi ,,Strákarnir voru frábærir varnarlega í gær, fyrir kannski utan fyrstu mínúturnar í fyrri hálfleik en svo þegar til fundum taktinn þá leið mér mjög vel hvað það varðar og mér fannst við vera með tökin á þessu þar og flottur leikur og við þurfum annan svoleiðis á morgun og jafnvel bara meira, það eru meiri einstaklingsgæði í þessu Ungverska liði þannig bara það segir okkur að við þurfum aðra svona frammistöðu eins og í gær." ,,Við þurfum að gera vel sóknarlega og helst nýta færin betur, það væri rosalega gott." sagði Snorri Steinn Guðjónsson að lokum en Handkastið ræddi við Snorra Stein eftir æfingu liðsins í dag og má sjá það í spilaranum hér að neðan. Ísland og Ungverjaland mætast á morgun í Kristianstad Arena og hefst leikurinn klukkan 19:30 og verður í beinni útsendingu á RÚV.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.