Sjáðu svakalegan árekstur Mateu Lonac við markstöngina
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Matea Lonac ((Egill Bjarni Friðjónsson)

Heldur óhugnanlegt atvik átt sér stað í leik Vals og KA/Þórs í Olís-deild kvenna á laugardaginn er Matea Lonac markvörður KA/Þórs hljóp á markstöngina eftir að hafa verið hlaupa í átt að markinu frá varmannabekknum.

Um virkilega harkalegan árekstur er um að ræða og þarna hefði klárlega getað farið verr.

Atvikið átti sér stað um miðbik fyrri hálfleiks en staðan var 5-2 fyrir Val en Matea hafði varið þrjú af fyrstu átta skotum sem hún hafði fengið á sig. Það fór svo að Matea Lonac kom ekkert meira við sögu í leiknum en hún virtist hafa rotast við atvikið.

Valur vann leikinn nokkuð sannfærandi 31-16. Hvort þetta ljóta atvik hafi átt mikil áhrif á liðsfélaga Lonac í KA/Þór er erfitt að segja til um en eitt er víst að það stóð ekki öllum á sama þegar áreksturinn átti sér stað.

Bernadett Leiner stóð í marki KA/Þórs restina af leiknum og varði níu skot. 

Atvikið má sjá hér að neðan.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top