Ómar Ingi Magnússon og Janus Daði Smárason (Sævar Jónasson)
Handkastið ræddi við Ómar Inga Magnússon, fyrirliða Íslands og tók stöðuna á honum eftir fyrstu tvo leikina en Ísland eru búnir að vinna bæði Ítalíu og Pólland sannfærandi. Ungverjaland bíður Íslands á morgun en leikurinn mikilvægi hefst á morgun klukkan 19:30 í Kristianstad. Ómar Ingi Magnússon fékk mikilvæga hvíld í gær og segist vera mjög góður. ,,Skrokkurinn er furðu góður og ég er mjög ferskur." Ísland og Ungverjaland mætast á morgun og má segja að þetta sé fyrstu leikur í milliriðli en tvö stig með í milliriðil er undir á morgun í Kristianstad. ,,Við lýtum á þetta þannig og þetta er bara mjög mikilvægur leikur og sigur væri stórt." ,,Ungverjar eru klókir. Þeir eru taktískt mjög hnitmiðaðir og vita hvað þeir vilja.Þeir eru með sterkan línumann og skyttur og svo eru þeir með góða maður á mann leikmenn og við þurfum að vera klókir í ákveðnum stöðum á morgun." Ómar Ingi Magnússon var að lokum spurður út í stuðninginn sem liðið hefur fengið í fyrstu tveimur leikjum riðilsins en hann hefur verið stórkostlegur. ,,Þetta er bara geðveikt, stemmingin er geggjuð og gefur okkur hellings orku. Stemmingin kveikir í okkur, það er fagnað öllu."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.