
Teitur gæti verið á förum frá Gummersbach (Andreas Gora / dpa Picture-Alliance via AFP)
Samkvæmt heimildum RTHandball er Teitur Örn Einarsson orðaður við bæði HSG Wetzlar og Frisch Auf! Göppingen. Teitur er núna leikmaður Gummersbach þar sem Guðjón Valur Sigurðsson er þjálfari og Elliði Snær er fyrirliði liðsins. Hjá Göppingen myndi Teitur hitta fyrir Ými Örn Gíslason sem er fyrirliði liðsins. Rúnar Sigtryggsson tók nýverið við HSG Wetzlar og myndi því Teitur færa sig milli íslenskra þjálfara ef hann gengi í raðir HSG Wetzlar. Samkvæmt heimildum RTHandball er þó ekkert staðfest en áhugi frá báðum þessum liðum.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.