Ýmir Örn Gíslason (JOHAN NILSSON / AFP)
Ýmir Örn Gíslason var stórkostlegur í hjarta varnarinnar í Íslenska liðinu í gær þegar Ísland vann Pólland. Logi Geirsso og Kári Kristján, sérfræðingar á Ríkissjónvarpinu völdu Ými ekki í sína loka hópa og segir Ýmir þetta ekkii hafa áhrif á það. Ísland mætir Ungverjalandi í mikilvægum leik í Kristianstad á morgun og hefst leikurinn klukkan 19:30. ,,Satt að segja þá hafði þetta ekki mikil áhrif á mig, maður sér þetta og spáir í þessu en eins og ég sagði við ykkur í síðasta viðtali, þá hefur hver og einn hefur rétt á sinni eigin skoðun en það er bara Snorri Steinn og hans starfsfólk sem velur hópinn og ef ég er með traust þar þá er það nóg fyrir mig." Ými líður vel í sínu hlutverki og talar hann að mennirnir í kringum hann eigi stóran þátt í því að hann sé að spila vel varnarlega. ,,Þetta er bara mitt hlutverk í liðinu og ég tek því bara, geri bara eins vel og ég get og þetta hefur gengið þokkalega hingað til en það má samt bæta aðeins. Mér líður vel í miðju blokkinni og ég veit að ég er með góða menn í kringum mig og hvað þá bakverðirnir sem hjálpa mér að loka. Planið er gott og það er búið að ganga þónokkuð vel fyrstu tvo leikina."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.