Var Ýmir Örn að senda sérfræðingum RÚV löngu töng?
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ýmir Örn Gíslason (JOHAN NILSSON / AFP)

trákarnir okkar í íslenska landsliðinu tryggðu sér sæti í milliriðil Evrópumótsins með átta marka sigri á Pólverjum í gærkvöldi, 31-23 eftir að hafa verið 13-10. Stórkostlegur seinni hálfleikur skilaði íslenska liðinu sannfærandi sigri og þar var varnarleikur Íslands í stóru hlutverki með þá Elvar Örn Jónsson og Ými Örn Gíslason fremsta í flokki.

Í uppgjörsþætti Handkastsins var farið yfir frammistöðu Ýmis í leiknum sem var að mati Handkastsins einn besti leikmaður íslenska liðsins í leiknum.

,,Mér fannst Ýmir frábær, hann var gjörsamlega sturlaður. Þetta var svona frammistaða að ef þú varst heima að horfa á þetta í sjónvarpinu þá tókstu ekkert endilega eftir þessu. Frammistaðan var eitt, en líka bara stemningin og orkan í honum. Hvernig hann var að öskra upp í stúku. Hann var sturlaður,” sagði Arnar Daði Arnarsson, Sérfræðingurinn og hélt áfram. 

,,Enda sáu Pólverjar ekki til sólar sóknarlega og þó að þeir hafi farið í 7 á 6 og reynt ýmislegt. Ýmir er bara í varnarhlutverki, eina sem hann er að gera er að spila vörn og hann slátrar því hlutverki. Mér finnst eins og Ýmir sé að svara sérfræðingum RÚV, Loga Geirssyni og Kára Kristján Kristjánssyni og gefa fuck you puttann. Vanvirðingin hjá Kára og Loga að gefa út einhvern hóp og vera ekki með Ými í þeim hóp í aðdraganda mótsins. Mér finnst það vera fáfræði og sýna á hvaða stað þeir eru sem einhverjir sérfræðingar. Mér finnst þetta galið, hvernig dettur mönnum þetta í hug að gefa svona frá sér?”

Hægt er að hlusta á uppgjörsþátt Handkastsins í öllum helstu hlaðvarpsveitum.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top