Þorsteinn Leó Gunnarsson (Sævar Jónasson)
Þorsteinn Leó Gunnarsson hefur ekkert spilað með Íslandi á mótinu en Snorri Steinn Guðjónsson segir að Þorsteinn sé á góðum stað og vonir standa að hann geti verið með í fyrsta leiknum í milliriðli þann 23.janúar n.k. ,,Hann æfir mikið sjálfur. Við erum að reyna að pressa hann eins mikið og við getum, það lítur vel út. Hann var í testum í dag sem gékk mjög vel. Æfir sjálfur í dag og ef planið gengur eftir verður hann með æfingunni fyrir fyrsta leik í milliriðli og ef það gengur vel þá er hann mögulega bara orðin leikfær en það getur enþá allt gerst og við öndum með nefinu." ,,Gleymum því ekki að hann er ekki búin að vera með okkur allan undirbúninginn. Við erum búnir að drilla ákveðna hluti og aðrir komnir inn í þetta þannig þetta er ekki þannig að það komi einhver inn og spili 60.mínútur." sagði Snorri Steinn að lokum um stöðu Þorsteins Leó. Ísland og Ungverjaland mætast í Kristianstad Arena á morgun og hefst leikurinn klukkan 19:30.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.