Lukas Jorgensen (Sebastian Elias / AFP)
Danski línumaðurinn Lukas Jörgensen varð fyrir alvarlegum meiðslum undir lok leiks Danmerkur og Rúmeníu u helgina og var borinn af velli af liðsfélögum sínum. Nú hafa myndatökur sýnt að leikmaðurinn sleit krossband og verður frá keppni út tímabilið og gott betur en það. Danir unnu leikinn með fimmtán mörkum 39-24 en liðið verður í eldlínunni í kvöld þegar Danmörk og Portúgal mætast í lokaleik umferðarinnar. Með stigi í leiknum tryggja Portúgalar sér í milliriðil keppninnar en tapi liðið og vinni Norður-Makedónía, Rúmeníu fyrr um daginn mun markatala skera úr um það hvort Portúgal eða Norður-Makedónía farið áfram í milliriðil. Lukas Jörgensen hefur tvívegis orðið heimsmeistari með Danmörku en hann var valinn í úrvalslið Ólympíuleikanna er Danir urðu Ólympíumeistarar í París sumarið 2024. Um er að ræða mikið áfall fyrir leikmanninn sjálfan, danska landsliðið og ekki síst félagslið hans, Flensburg. Þá hefur þetta einnig áhrif á ungverska liðið, Veszprém en Jörgensen hafði samið við félagið fyrir næsta tímabil.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.