Kiril Lazarov (Anne-Christine POUJOULAT / AFP)
Þremur leikjum var að ljúka á Evrópumeistaramótinu í Noregi, Svíþjóð og Danmörku en leikið var í B, D og F riðlum. Norður Makedónía og Rúmenía mættust í fyrri leik dagsins í B-riðli og sigraði Norður Makedónía með einu marki 24-23 en staðan í hálfleik var 13-9. Svartfjallaland og Sviss mættust í fyrri leik dagsins í D-riðli og sigraði Sviss 26-43 en staðan í hálfleik var 16-22. Pólland og Ítalía mættust í fyrri leik dagsins í F-riðli og sigraði Ítalía með einu marki 28-29 en staðan í hálfleik var 13-15 . Næstu á dagskrá hjá liðunum eru milliriðlar, en á þessari stundu er óljóst hvaða lið fara áfram á næsta stig keppninnar. Úrslit dagsins: Norður Makedónía-Rúmenía 24-23 Svartfjallaland-Sviss 26-43 Pólland-Ítalía 28-29

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.