Kim Andersson tekur við sænsku meisturunum
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Kim Andersson (Bo Amstrup / Ritzau Scanpix / AFP)

Sænska goðsögnin, Kim Andersson tekur við sænsku meisturunum í Ystads IF eftir tímabilið. Hann tekur við liðinu af Oscar Carlén sem var á dögunum ráðinn þjálfari danska félagsins, Skjern frá og með næsta tímabili.

Kim Andersson þekkir vel til hjá Ystads en hann sneri þangað aftur eftir langa dvöl í bæði Þýskalandi og Danmörku. Hann varð sænskur meistari með liðinu á síðustu leiktíð sem leikmaður áður en hann lagði skóna á hilluna.

Kim er í dag 43 ára að aldri en hann vann til silfurverðlauna með sænska landsliðinu á Ólympíuleikunum í London 2012. Þá lék hann með Kiel í sjö ár áður en hann skipti yfir til KIF Kolding og lék þar nokkur tímabil í Danmörku.

Kim er í dag aðstoðarþjálfari liðsins en liðið er í 8.sæti deildarinnar með 17 stig en mikil meiðslavandræði hefur hrjáð liðið á tímabilinu og þurfti Kim Andersson meiri segja að hjálpa liðinu á tímabilinu vegna manneklu.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top