Tarot (
Hvernig fer Ísland - Ungverjaland? Hér að neðan munu nokkrir aðilar spreyta sig að spá í spilin fyrir leikinn. Gunnar Valur Arason þjálfari mfl kvk Fjölni
Halldór Stefán Haraldsson umboðsmaður og þjálfari
Segjum 35-34 fyrir Ísland. Bjarki Már með 10 mörk. Elvar Örn með 9 mörk og 15 brotin fríköst. Sipos fær rautt. Viktor Gísli lokar rammanum stóran hluta af leiknum en Björgvin Páll ver mikilvægasta skot leiksins þegar það eru 15 sekúndur eftir úr vítakasti. Snorri fær gult spjald á bekknum.
Haraldur Þorvarðarson þjálfari mfl kvk Fram
27-25 fyrir okkur. Markahæstur verður Ómar Ingi sem skorar 8 og 5 af punktinum. Arnar Freyr mun spila frábæran leik í vörn og sókn, skorar 3 og fiskar 3 víti. Viktor Gísli verður í 35 %, ver 3 vítaköst. Ungverjar fá rautt spjald rétt fyrir hálfleik sem riðlar varnarleik liðsins og okkar menn ganga á lagið eftir smá bras í fyrrihálfleik. Sigurganga okkar heldur því áfram.
Dagur Árni Heimisson leikmaður Vals
Ísland vinnur 30-26 þar sem við keyrum yfir Ungverjana í seinni hálfleik. Janus verður markahæstur með 7 mörk.
Sebastian Alexandersson þjálfari mfl kvk Víking
31-29 fyrir Ísland. Orri markahæstur með 9 mörk. Trúi því að það sé kominn tími á að vinna þá. Hjálpar að Bánhidi sé ekki með þótt Rosta sé ekkert slæmur heldur.
Leikurinn verður erfiður þar sem mikið verður slegist. Ungverjarnir eiga eftir að reyna að hægja á leiknum. Þeir verða í vandræðum með okkur í 1 á 1 árásum og hornamenn okkar eiga eftir að njóta góðs af því. Leikurinn fer 30 - 26 fyrir Íslandi. Ómar markahæstur.
Carlos Martin Santos þjálfari mfl kk Selfoss
Ísland vinnur 32-30. Janus verður markahæstur.
Árni Jakob Stefánsson sérkennari og þjálfari
Ísland vinnur 29 - 26. Ómar Ingi verður markahæstur. Það er búið að vera gaman að fylgjast með liðinu, margir leikmenn að skila góðu framlagi bæði í vörn og sókn. Ómar Ingi og Gísli Þorgeir eru bestu menn liðsins en svo er líka gaman að sjá Hauk Þrastar koma svona sterkt inn og Janus er líka lykilmaður. Vörnin með Elvar, Ými og Elliða í fararbroddi er búin að vera heilt yfir mjög góð og markvarslan fín. Ég spáði að við myndum fara í undanúrslit fyrir mót og stend við það.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.