Viktor Gísli Hallgrímsson ((Kristinn Steinn Traustason)
Viktor Gísli Hallgrímsson, markvörður Íslands ræddi við Handkastið eftir æfingu liðsins í gær en framundan er gríðarlega mikilvægur gegn Ungverjalandi í kvöld en leikurinn hefst klukkan 19:30 í Kristianstad. Viktor Gísli er ekkert sérstaklega ánægður með hans leik í fyrstu tveimur leikjum liðsins. ,,Mín persónulega spilamennska ekkert eitthvað alltof frábær en vörnin hefur standa sig frábærlega og mér finnst aðeins hafa vantað upp á markvörsluna í fyrstu tveimur leikjunum en vonandi dettur þetta betur í næsta leik." ,,Minn leikur var betri á sunnudag en fyrsti leikurinn en ég held áfram að vinna í mínum hlutum og vonandi gengur þetta betur næst." Viktor Gísli segir að það sé erfitt að lýsa stuðningnum sem liðið hefur fengið í Kristianstad í fyrstu tveimur leikjunum. ,,Það er erfitt að lýsa því og þetta er bara ástæðan afhverju maður er að spila handbolta."

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.