Mihai Popescu (Flaviu Buboi/ AFP)
Rúmenski markvörðurinn, Mihai Popescu hefur leikið sinn síðasta landsleik fyrir Rúmeníu en hann hefur tilkynnt að Evrópumótið var hans síðasta verkefni með rúmenska landsliðinu. Síðasti leikurinn hans var í gær er Rúmenía lék gegn Norður-Makedóníu í lokaumferð riðlakeppninnar. Rúmenar voru úr leik fyrir leikinn og því var vitað fyrir fram að þetta yrði hans síðasti leikur á ferlinum með rúmenska landsliðinu. Í dag leikur Popescu í heimalandinu með Potissa Turda en hann lék níu tímabil með Saint Raphael í frönsku deildinni. Hann lék sinn fyrsta landsleik með Rúmeníu árið 2001 og hefur því leikið með rúmenska landsliðinu í 25 ár. Hann er fæddur árið 1985 og er nokkrum vikum eldri en Björgvin Páll Gústavsson markvörður íslenska landsliðsins.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.