Arnoldsen snýr aftur eftir meiðsli
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Thomas Arnoldsen (HENNING BAGGER / Ritzau Scanpix via AFP)

Thomas Arnoldsen leikmaður Álaborgar gat ekki gefið kost á sér í danska landsliðið fyrir Evrópumótið vegna meiðsla sem hann hlaut í leik með Álaborg í Meistaradeildinni fyrir áramót.

Nú eru hinsvegar tveir mánuðir liðnir frá meiðslunum og er gert ráð fyrir að Arnoldsen snúi aftur á völlinn í æfingaleik Álaborgar gegn Vendsyssel á morgun.

Samkvæmt Nordjyske er hinn 24 ára gamla vinstri skytta Álaborgar tilbúinn til að snúa aftur á völlinn og fær sennilega einhverjar mínútur á vellinum í æfingarleiknum á morgun. Thomas Arnoldsen sem hafði skorað sex mörk og gefið fimm stoðsendingar meiddist illa á 40. mínútu í leik Álaborgar gegn Kielce í Meistaradeildinni í nóvember.

Í fyrstu var talið að Arnoldsen yrði frá keppni í þrjá mánuði en endurhæfingin hefur gengið betur en menn bjuggust við sem eru jákvæðar fréttir fyrir danska meistaraliðið.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top