Bjarki Már fékk ljót skilaboð send frá Ungverjalandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Bjarki Már Elísson (Johan Nilsson/TT / TT NEWS AGENCY / AFP)

Bjarki Már Elísson leikmaður íslenska landsliðsins og leikmaður Veszprém í Ungverjalandi fékk heldur ljót skilaboð send til sín á samfélagsmiðlinum Instagram eftir sigur Íslands á Ungverjum í lokaleik þjóðanna í riðlakeppni Evrópumótsins í kvöld.

,,Do not come back to Veszprém fucker” sendi Ungverjinn, Bederna Andris en miðað við Instagram síðu hans býr hann í Ungverjalandi þar sem Bjarki Már spilar.

Bjarki Már birtir skilaboðin á Instagram-sögu sinni í kvöld og skrifar undir myndina “Óþarfi”.

Um gríðarlega mikilvægan leik var að ræða fyrir báðar þjóðir en með sigrinum fer Ísland með tvö stig inn í milliriðilinn á meðan Ungverjar fara þangað án stig.

Bjarki Már þarf ekki að hafa áhyggjur alveg strax af því að fara heim til Veszprém því íslenska landsliðið á eftir að spila í það minnsta fjóra leiki í viðbót á Evrópumótinu. Að hámarki sex leiki og mögulega fimm.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top