Danir aflýsa æfingu dagsins eftir vonbrigðin í gær
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Danmörk (Bo Amstrup /AFP)

Danska landsliðið mun ekki æfa í dag, daginn fyrir mikilvægan leik liðsins gegn Frökkum í fyrsta leik þjóðanna í milliriðli Evrópumótsins.

Nicolaj Jacobsen, landsliðsþjálfari danska landsliðsins greindi frá því í samtali við TV 2 að liðið myndi ekki æfa í dag. Ástæðan er sú að danska liðið þarf að rýna betur í tap liðsins gegn Portúgal í gær sem og leiki ríkjandi Evrópumeistara Frakka.

Danir töpuðu óvænt gegn Portúgal í lokaleik riðilsins í gærkvöldi á heimavelli gegn Herning, 31-29 og eru nú með bakið upp við vegg fyrir leiki sína í milliriðlunum þar sem liðið má ekki við neinum mistökum.

Samkvæmt danska handknattleikssambandinu hefur fyrirhugaðri æfingu í dag verið aflýst í kjölfar vonbrigða gærdagsins. Upplýsingarnar hafa verið sendar dönskum fjölmiðlum og er þar bent á að Nikolaj Jacobsen hafi talið það vera forgangsatriði fyrir liðið að undirbúa sig frekar á videofundi frekar en í æfingasal.

Keppni í milliriðlum Evrópumótsins hefjast á morgun með þremur leikjum. Þýskaland og Portúgal mætast klukkan 14:30, Spánn og Noregur mætast 17:00 og loks klukkan 19:30 mætast Frakkland og Danmörk.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top