Francisco Costa (Sebastian Elias Uth / Ritzau Scanpix via AFP)
Enginn leikmaður íslenska landsliðsins er á meðal 20 markahæstu leikmanna Evrópumótsins þegar flestar þjóðir hafa leikið þrjá leiki á mótinu. Gísli Þorgeir Kristjánsson er markahæsti leikmaður Íslands eftir riðlakeppnina með 16 mörk og Ómar Ingi Magnússon liðsfélagi hans hjá Magdeburg kemur næst með 15 mörk. Portúgalinn, Francisco Costa er markahæsti leikmaður Evrópumótsins hingað til með 29 mörk í þremur leikjum eða rúmlega 9 mörk að meðaltali í leik. Filip Kuzmanovski leikmaður Norður-Makedóníu kemur næstur með 28 mörk. Elias á Skipagøtu er þriðji markahæstur með 27 mörk. Bæði Kuzmanovski og Elias hafa lokið leik á Evrópumótinu og skora því ekki fleiri mörk á mótinu. Hér er hægt að sjá lista yfir 20 markahæstu leikmenn Evrópumótsins en riðlakeppnin lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Holland og Georgía leika sinn síðasta leik á mótinu þegar þjóðirnar mætast klukkan 17:00 en bæði lið eru án stiga eftir tvær umferðir. Í kvöld klukkan 19:20 mætast síðan Svíþjóð og Króatía. Ísland mætir tap liðinu úr þeirri viðureign í fyrsta leik sínum í milliriðlinum á föstudaginn.Sæti Nafn Land Leikir Mörk 1 Francisco Costa Portúgal 3 29 2 Filip Kuzmanovski Norður-Makedónía 3 28 3 Elias á Skipagøtu Færeyjar 3 27 4 Mathias Gidsel Danmörk 3 25 5 Domen Novak Slóvenía 3 25 6 Jonáš Josef Tékkland 3 25 7 Óli Mittún Færeyjar 3 23 8 Simon Pytlick Danmörk 3 23 9 Ihor Turchenko Úkarína 3 21 10 Bence Imre Ungverjaland 3 20 11 Branko Vujović Svartfjallaland 3 20 12 Lenny Rubin Sviss 3 19 13 Dominik Solák Tékkland 3 19 14 Blaž Janc Slóvenía 3 18 15 Martim Costa Portúgal 3 18 16 Renārs Uščins Þýskaland 3 18 17 Giorgi Tskhovrebadze Georgía 2 18 18 August Pedersen Noregur 3 17 19 Rutger ten Velde Holland 2 17 20 Simone Mengon Ítalía 3 17

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.