Enginn Íslendingur á meðal 20 markahæstu leikmanna EM
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Francisco Costa (Sebastian Elias Uth / Ritzau Scanpix via AFP)

Enginn leikmaður íslenska landsliðsins er á meðal 20 markahæstu leikmanna Evrópumótsins þegar flestar þjóðir hafa leikið þrjá leiki á mótinu.

Gísli Þorgeir Kristjánsson er markahæsti leikmaður Íslands eftir riðlakeppnina með 16 mörk og Ómar Ingi Magnússon liðsfélagi hans hjá Magdeburg kemur næst með 15 mörk.

Portúgalinn, Francisco Costa er markahæsti leikmaður Evrópumótsins hingað til með 29 mörk í þremur leikjum eða rúmlega 9 mörk að meðaltali í leik. Filip Kuzmanovski leikmaður Norður-Makedóníu kemur næstur með 28 mörk. Elias á Skipagøtu er þriðji markahæstur með 27 mörk. Bæði Kuzmanovski og Elias hafa lokið leik á Evrópumótinu og skora því ekki fleiri mörk á mótinu.

Hér er hægt að sjá lista yfir 20 markahæstu leikmenn Evrópumótsins en riðlakeppnin lýkur í kvöld með tveimur leikjum. Holland og Georgía leika sinn síðasta leik á mótinu þegar þjóðirnar mætast klukkan 17:00 en bæði lið eru án stiga eftir tvær umferðir.

Í kvöld klukkan 19:20 mætast síðan Svíþjóð og Króatía. Ísland mætir tap liðinu úr þeirri viðureign í fyrsta leik sínum í milliriðlinum á föstudaginn.

SætiNafnLandLeikirMörk
1Francisco CostaPortúgal329
2Filip KuzmanovskiNorður-Makedónía328
3Elias á SkipagøtuFæreyjar327
4Mathias GidselDanmörk325
5Domen NovakSlóvenía325
6Jonáš JosefTékkland325
7Óli MittúnFæreyjar323
8Simon PytlickDanmörk323
9Ihor TurchenkoÚkarína321
10Bence ImreUngverjaland320
11Branko VujovićSvartfjallaland320
12Lenny RubinSviss319
13Dominik SolákTékkland319
14Blaž JancSlóvenía318
15Martim CostaPortúgal318
16Renārs UščinsÞýskaland318
17Giorgi TskhovrebadzeGeorgía218
18August PedersenNoregur317
19Rutger ten VeldeHolland217
20Simone MengonÍtalía317

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top