
Kamilla (
Kamilla Aldís Ellertsdóttir hefur skrifað undir samning við Aftureldingu. Kamilla er 19 ára og leikur í stöðu leikstjórnanda. Í tilkynningu á samfélagsmiðlum Aftureldingar er lýst yfir gríðarlegri ánægju að Kamilla hafi gengið aftur til liðs við félagið og er mikil tilhlökkun að sjá hana snúa aftur á völlinn. Afturelding situr í neðsta sæti deildarinnar og koma þessi félagaskipti því á kærkomnum tímapunkti fyrir félagið.
Hún er að snúa aftur í Mosfellsbæinn eftir stutta fjarveru en hún hefur æft með liðinu frá því um áramótin eftir stutta pásu frá handbolta. Hún er uppalin í félaginu og var viðloðandi yngri landsliðin á árum áður.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.