
Ísland (Johan NILSSON /AFP)
Evrópska handknattleikssambandið hefur gefið út leiktímana í milliriðlum Evrópumótsins en milliriðlarnir fara af stað á morgun. Fyrsti leikur Íslands í milliriðlinum verður leikinn í Malmö næstkomandi föstudag klukkan 14:30. Það er ekki hægt að segja annað en að Íslendingar hafi dregið stutta stráið hvað varðar leiktímana því þrír af fjórum leikjum Íslands verða leiknir klukkan 14:30 á íslenskum tíma, allt á virkum dögum. Eini leikur Íslands sem ekki hefst klukkan 14:30 verður á sunnudaginn þegar íslenska liðið mætir heimamönnum í Svíþjóð klukkan 17:00 á íslenskum tíma. Ísland-Króatía - Föstudagurinn 23. janúar klukkan 14:30 Ísland-Svíþjóð - Sunnudagurinn 25. janúar klukkan 17:00 Ísland-Sviss - Þriðjudagurinn 27. janúar klukkan 14:30 Ísland-Slóvenía - Miðvikudagurinn 28. janúar klukkan 14:30Leikir Íslands í milliriðli

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.