Líkar vel við lífið á Íslandi
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Sveinur Olafsson (Raggi Óla)

Síðuritari ákvað að heyra aðeins í Sveini Olafssyni, Færeyingnum geðuga og leikmanni Aftureldingar og taka hann í stutt spjall.

Sveinur sem verður 24 ára á árinu er eins og kunnugt er á sínu öðru ári hér á Íslandi í herbúðum Aftureldingar. Hann fékk fá tækifæri á sínu fyrsta tímabili en þá var samkeppnin afar hörð um stöður í liðinu.

Nú í vetur hefur hann fengið fín tækifæri og oft skilað sínu en líka dottið niður á milli og einnig átt við meiðsli að stríða. Ásamt því að æfa og spila með Aftureldingu er hann að þjálfa 5. flokk karla sem og að vinna hjá Mosfellsbæ.

"Þetta er búið að vera góður tími hér á Íslandi, mér líkar lífið hér á landi mjög vel og gott að vera í Mosfellsbænum hjá Aftureldingu. Svo er ég með frábæra liðsfélaga. Þjálfararnir eru búnir að vera mjög góðir og ég er klárlega búinn að læra margt sem leikmaður hér síðasta eina og hálfa árið" sagði Sveinur.

Og hann hélt áfram:

"Núna hugsa ég bara um að klára restina af tímabilinu með liðinu. Á meðan veit ég að framtíðin fyrir mig og næsta ár er enn óviss. Ég er opinn fyrir öllum áskorunum sem framtíðin ber í skauti sér, á Íslandi sem og annars staðar. Ég verð bara að bíða og sjá hvað framtíðin býður uppá. En í bili einbeiti ég mér að því að klára þetta tímabil" bætti Sveinur við að lokum.

Það verður gaman að sjá hvað þessi geðþekki og vinnusami Færeyingur gerir á næsta tímabili. Hvort hann muni semja áfram við Aftureldingu eða fara í annað lið hér á landi eða þá aftur heim til Færeyja. Lunkinn og hraustur leikmaður sem leggur sig alltaf 100% fram.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top