Sara Katrín Gunnarsdóttir (Sævar Jónasson)
Einn leikur var spilaður í 14.umferð Olís deildar kvenna í kvöld og honum var að ljúka. Stjarnan fékk Hauka í heimsókn í Hekluhöllina. Haukar tóku fljótt yfir og náðu góðu forskoti og staðan í hálfleik var 12-16 fyrir gestinna. Stelpurnar frá Hafnarfirði héldu í þetta forskot út leikinn og unnu að lokum fjögurra marka sigur. Lokatölur 24-28 fyrir Haukum. Atkvæðamest í liði Stjörnunnar var Eva Björk Davíðsdóttir með sex mörk. Sara Katrín Gunnarsdóttir skoraði fjögur. Hanna Guðrún Haukssóttir, Natasja Hammer og Inga María Roysdottir skoruðu þrjú og aðrar minna. Atkvæðamest í liði gestanna var Jóhanna Margrét Sigurðardóttir en hún skoraði sjö mörk. Emba Steindórsdóttir, Rakel Oddný Guðmundsdóttir og Sonja Lind Sigsteinsdóttir voru allar með fjögur mark og aðrar minna.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.