Staðan á Þorsteini Leó er góð – Tekur þátt á æfingu á morgun
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Þorsteinn Leó Gunnarsson (Sævar Jónasson)

Snorri Steinn Guðjónsson þjálfari íslenska karla landsliðsins segist vera velta því fyrir sér að kalla inn nýjan leikmann í landsliðshóp Íslands en íslenska landsliðið varð fyrir skakkaföllum er Elvar Örn Jónsson handarbrotnaði í sigri liðsins á Ungverjum í gærkvöldi.

Framundan eru í það minnsta fjórir leikir í milliriðli á Evrópumótinu en íslenska liðið ferðaðist til Malmö í dag. 

,,Ég er alveg að velta fyrir mér að kalla inn nýjan leikmann, það er stöðug pæling,” sagði Snorri Steinn í samtali við Handkastið í dag. Handkastið greindi frá því í gærkvöldi að samkvæmt heimildum væri Þorsteinn Leó orðinn gott sem leikfær og gæti spilað með íslenska landsliðinu í fyrsta leik sínum í milliriðli á föstudaginn.

,,Staðan á Þorsteini er góð miðað við allt og planið er að hann taki þátt í æfingu liðsins á morgun. Hann er kominn á þann stað en síðan verðum við að sjá hvort það dugi til að komast inn í 16 manna leikmannahópinn fyrir leikinn á föstudag,” sagði Snorri aðspurður út í stöðuna á Þorsteini Leó sem hefur verið að glíma við meiðsli á nára síðustu vikur en hefur verið með íslenska landsliðinu frá því í byrjun janúar.

,,Það er alveg einhverju leyti óþægilegt að fara á eina æfingu og beint í leik á stórmóti. Síðan getur hann komið inn í hópinn í einhverskonar hlutverk, það er nokkuð ljóst að hann er ekki að fara spila allan leikinn. Þetta lítur vel út og ég geri ráð fyrir að hann komi inn í hópinn einhverntímann í milliriðlinum.”

,,Ég er að reyna gefa mér ekki of miklar vonir. Ég hef náð að gera það hingað til en auðvitað breyta meiðslin á Elvari öllu landslaginu hjá okkur. Það segir sig sjálft, hann er í öllum okkar varnar uppstillingum auk þess að hafa hlutverk sóknarlega. Þetta hefur áhrif á ýmislegt hjá okkur. En það ýtir undir það að ég vilji fá Þorstein inn en mikilvægast er að hann nái fullri heilsu og komist í gegnum æfinguna á morgun, það er grunnurinn á því,” sagði Snorri Steinn að lokum í samtali við Handkastið varðandi stöðuna á Þorsteini Leó.

Það skýrist í kvöld hvort Ísland mæti Svíþjóð eða Króatíu í fyrsta leik milliriðilsins á föstudaginn en Ísland mætir því liði sem tapar innbyrgðisleik þjóðanna í kvöld.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top