Ýmir sleppur við leikbann
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Ýmir Örn Gíslason (JOHAN NILSSON / AFP)

Ýmir Örn Gíslason sleppur við leikbann eftir rauða spjaldið sem hann hlaut í sigri Íslands gegn Ungverjaland í upphafi seinni hálfleiks í gær. Hann getur því tekið þátt í leik Íslands á föstudaginn er strákarnir okkar mæta til leiks í fyrsta leik milliriðils.

Umdeildir dómarar leiksins frá Norður-Makedóníu nýttu sér VAR-skjáinn oftar en einu sinni í leiknum og í einu af þeim tilfellum gáfu þeir Ými Erni rautt spjald fyrir að að slá hendi í andlit leikmanns Ungverjalands.

Það skýrist í kvöld hvort Ísland mæti Svíþjóð eða Króatíu í Malmö á föstudaginn en Ísland mætir þeirri þjóð sem tapar innbyrðisviðureigninni á milli þjóðanna sem fram fer í Malmö í kvöld.

Ísland mætir í milliriðilinn með tvö stig eftir sigurinn á Ungverjum í gærkvöldi en auk Svíþjóð og Króatíu mæta Ísland, Sviss og Slóveníu í milliriðlinum. Tvö efstu lið riðilsins fara í undanúrslit Evrópumótsins.

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top