Iker Romero (Sina Schuldt / AFP)
Spænskir landsliðsþjálfarar eru flestir þjálfara á Evrópumeistamótinu sem fer fram í Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Framundan eru leikir í milliriðlum keppninnar. Miðilinn Datahandball birti á dögunum færslu á X þar sem þeir greindu frá þjóðernum landsliðsþjálfara á evrópumeistaramótinu, og eru Spánverjar efstir á þeim lista með fimm fulltrúa sem eru: Jordi Ribera landsliðsþjálfara Spánar, Jota González landsliðsþjálfara Póllands, Chema Rodríguez landsliðsþjálfara Ungverjalands, Raúl González landsliðsþjálfara Serbíu og Iker Romero landsliðsþjálfara Austurríkis. Ísland er í öðru sæti á þessum lista með þrjá fulltrúa Snorra, Alfreð Gíslason þjálfara Þýskalands og Dag Sigurðsson þjálfara Króatíu. Í þriðja sæti er síðan Danmörk, Svíþjóð og Frakkland með tvo fulltrúa hver. 🧠 Head coaches’ nationalities at the Men’s EHF Euro. 🇪🇸Spain leads the list as the country with the most representatives.
✔️Jordi Ribera
✔️Jota González
✔️Chema Rodríguez
✔️ Raúl González
✔️ Iker Romero
A clear sign of the strong influence of the Spanish coaching school. pic.twitter.com/gIQyNezVot

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.