Gísli markahæstur Íslendinganna eftir riðlakeppnina
{{brizy_dc_image_alt entityId=

Gísli Þorgeir Kristjánsson (Johan Nilsson / AFP)

Íslenska landsliðið hefur leikið þrjá leiki á Evrópumótinu til þessa og unnið þá alla. Liðið vann Ítalíu og Pólland nokkuð sannfærandi í fyrstu tveimur leikjum mótsins og vann síðan dramatískan eins marks sigur á Ungverjum í lokaleik riðlakeppninnar.

Framundan eru fjórir leikir í milliriðli keppninnar en fyrsti leikur Íslands í millriðlinum fer fram á föstudag.

Handkastið hefur tekið saman lista yfir mörk íslensku leikmannanna á EM til þessa. Þar eru Magdeburg liðsfélagarnir, Gísli Þorgeir Kristjánsson og Ómar Ingi Magnússon efstir á lista með 16 og 15 mörk. Orri Freyr Þorkelsson kemur næstur með 13 mörk og Janus Daði Smárason hefur skorað 11 mörk.

Gísli Þorgeir Kristjánsson - 16 mörk
Ómar Ingi Magnússon - 15 mörk
Orri Freyr Þorkelsson - 13 mörk
Janus Daði Smárason - 11
Viggó Kristjánsson - 7
Haukur Þrastarson - 7
Bjarki Már Elísson - 6
Elliði Snær Viðarsson - 6
Óðinn Þór Ríkharðsson - 6
Elvar Örn Jónsson - 3
Arnar Freyr Arnarsson - 2
Teitur Örn Einarsson - 1
Andri Már Rúnarsson - 1

Nýjustu fréttir

{{brizy_dc_image_alt imageSrc=

HAFA SAMBAND

Handkastið.net

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.

Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.


handkastid@handkastid.net

Scroll to Top