
wFH - wVíkingur (Brynja T.)
Í kvöld mættust FH og Valur 2 í Grill 66 deild kvenna en leikið var í Krikanum.
Vals stelpur mættu mun ákveðnari til leiks og voru miklu betri allan fyrri hálfleikinn. Staðan í hálfleik var 12-21.
Í seinni hálfleik mættu FH stelpur hrikalega öflugar út á gólfið eftir hálfleikinn og söxuðu allverulega á forskotið. Þegar korter var eftir voru þær búnar að minnka muninn í 2 mörk. En þá töku Vals stelpur aftur við sér og náðu að sigla sigrinum heim. 30-34 var lokastaðan.
Hjá Val 2 var Sara Lind Fróðadóttir markahæst með 9 mörk. Elísabet Millý varði 10 skot.
Hjá FH var Thelma Dögg Einarsdóttir markahæst með 11 mörk. Sonja Szöke var með 8 bolta varða.

Handkastið er hlaðvarpsþáttur og fréttamiðill um íslenskan og erlendan handbolta.
Ritstjórar eru Arnar Daði Arnarsson og Styrmir Sigurðsson.